Heidi Barman-Geust og Ulrika Dahlberg (til hægri); umsjónarmaður Textíllabsins, Guðbjörg Thora Stefánsdóttir og Surzhana Radnaeva, sérfræðingur hjá Textílmiðstöðinni (til vinstri).
Þær eru margar, heimsóknirnar í Textílmiðstöð þessa daganna!
28. ágúst kíktu til okkar fulltrúar frá Eim (
eimur.is, samstarfsverkefni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins, Landsvirkjunar, SSNE, SSNV, Norðurorku og Orkuveitu Húsavíkur) og skoðuðu Textílmiðstöðina.
Þann 11. september komu nemendur frá textíldeild Myndlistaskólans ásamt deildarstjóra Margréti Katrínu Guttormsdóttur í heimsókn og skoðuðu húsnæði Kvennaskólans og tækin í Textíllabinu. Nemendur voru 6 samtals og munu þau koma aftur í starfsnám í eina viku í lok nóvember.
Sama dag hittum við sérfræðinga frá Novia University of Applied Sciences og Fibershed Finland, Heidi Barman-Geust og Ulrika Dahlberg, sem vinna við verkefni tengdu staðbundinni framleiðslu og náttúruefnum.
Í næstu viku eigum við von á sendiherra ESB sem er á ferð um landið ásamt starfsfólki Rannís en þau eru að kynna sér verkefni sem hlotið hafa styrki úr sjóðum á vegum Evrópusambandsins.
Alltaf gaman að fá góða gesti!