- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Spunanámskeið verður haldið í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi!
Laugardagurinn, 15. febrúar 2025, kl. 13:30 - 17:30 & sunnudagurinn, 16. febrúar 2025, kl. 9:00 - 12:00.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í spuna og þeim sem vilja rifja upp gamla takta í tóvinnu. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði er varðar ull og ullarvinnslu.
Kennari: Jóhanna E. Pálmadóttir
Námskeiðsinnihald:
Farið verður yfir eiginleika íslensku ullarinnar. Sýndur verður munurinn á togi og þeli.
Kennt verður:
kemba ull
að spinna einband
að tvinna band
að ganga frá bandi til frekari nýtingar
Hvað er á staðnum:
Öll áhöld og efni eru á staðnum og spunnið er á Loüet rokka. Þeir eru frá Hollandi og hafa reynst vel fyrir byrjendur og lengra komna í spuna. Eingöngu verður unnið með ullina sem er á staðnum. Hún er þvegin og tilbúin til notkunar.
Nauðsynleg kunnátta: Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp verklagið.
Tungumál: Íslenska
Námskeiðsgjald (gisting innifalin, ullin til kennslu og kennsluhefti): 48.000.-
Námskeið án gistingar: 38.000.-