,,Örverur á Heimilinu" - sýning á Hönnunarsafni

,,Örverur á heimilinu" er hluti af sýningarröðinni ,,Heimsókn" á Hönnunarsafni Íslands og unnin í samstarfi við m.a. Þjóðminjasafnið, Tæknisetrið, Biopol, Ístex og Textílmiðstöð Íslands.
Við erum að kynna verkefnið ,,Fjólublár" en það snýst um að skapa sjálfbært litunarferli fyrir íslenska ull og einblínir á fjólubláa litarefnisframleiðslu frá bakteríunni Janthinobacterium lividum.
 
Sýningin stendur yfir til 17. nóvember 2024.