- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Ós Textíllistamiðstöð hefur verið starfrækt í Kvennaskólanum síðan 2013. Ós er ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum sem vinna með textíl.
Hægt er að senda inn umsóknir allt árið (open call). Dvölin í listamiðstöðinni er að lágmarki einn mánuður en geta verið fleiri. Boðið er upp á gisti- og vinnuaðstöðu fyrir allt að 14 einstaklinga.
Listafólkið greiðir fyrir dvölina. Innifalið er öll gisti- og vinnuaðstaða: eigið svefnherbergi, aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, baðherbergi, stofu, þvottahúsi, sameiginlegu stúdíórými, vefnaðarlofti, litunarstúdiói og gallerí (sjá einnig vinnuaðstöðu og gjaldskrá). Listafólkið fær m.a. kynningu á Minjastofu Kvennaskólans, Ullarþvottastöð Ístex og Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Hægt er að sækja um dvöl í listamiðstöðinni hvenær sem er á netinu. Við samþykkjum umsóknir sem byggðar eru á reynslu, menntun og verkefnalýsingu frá umsækjendum. Hér á heimasíðu má finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um gögn sem þarf að senda með. Mikilvægt er að sækja um með góðum fyrirvara. Vinsamlegast athugið að aðgangur að TEXTÍLLABinu á Þverbrautinni og TC2 vefstóll er ekki innifalin og þarf að bóka sér.
SÝNINGAR UM ALLAN HEIM
Þegar listamenn sem dvalið hefur í listamiðstöðinni yfirgefur Blönduós tekur oft við annarsamur tími við sýningarhald og áframhaldandi skapandi vinnu. Hægt er að fylgjast með listamönnum sem hafa dvalið í listamiðstöðinni á Instagram, á heimasíðum þeirra eða í ,,Ós Residency Catalog".