Ull, ferðaþjónusta og nýsköpun - örráðstefna á netinu

Miðvikudaginn 20. apríl kl. 13:00 - 15:00, stendur Textílmiðstöð Íslands fyrir alþjóðlegri (ör)netráðstefnu um ull og möguleika til þess að auka verðmæti hennar með nýsköpun og ferðaþjónustu. Sex spennandi fyrirlesarar segja frá.
 
Ráðstefnan fer fram á ensku og er styrkt af NORA. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið svana@textilmidstod.is. Hlekkur á ráðstefnuna verður sendur í kjölfarið! 
 
Fyrirlesarar: 

Ólöf Ýrr Atladóttir, Head of Research, Innovation and Academic Affairs at Hólar University in Iceland
Sissal K. Kristiansen, designer, filmmaker and owner of Shisa Brand in the Faroe Islands
Karin Flatøy Svarstad, wool expert from Norway
Brynjar Þór Vigfússon, co-founder of Gilhagi Wool Mill in Iceland
Mia Chemnitz, co-owner of Qiviut clothing company in Greenland
Misa Hay, managing & creative director of Shetland Wool Adventures