Hanna Dís Whitehead

Hanna Dís Whitehead útskrifaðist árið 2011 sem hönnuður frá Design Academy Eindhoven. Hún vinnur á mörkum hönnunar, listar og handverks. Í verkum sínum vinnur hún á persónulegan hátt og vefur gjarnan saman sögum, efni og litum. Hanna hóf rannsókn og þróun varnings í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands haustið 2022 - afrakstur rannsóknarinnar var sýningin Blíður Ljómi. Verkefnið hlaut styrk frá Myndstefi, Hönnunarsjóði og Launasjóði hönnuða.  Hanna kom síðan aftur í september 2024 til að vinna með kembivél og nálaþæfingarvél.

Vefsíða Hönnunarmars: https://honnunarmars.is/dagskra/2023/blidurljomi

Vefsíða hönnuðs: https://www.hannawhitehead.com

      Mynd: Hanna Dís Whitehead