Bosk x Sól

Fatahönnuðirnir Bosk og Sól nýttu sér TextílLab árið 2021 þegar þær voru að vinna verkefni ,,Þráðhyggja" og fatalínu úr endurnýttum þæfðum viskastykkjum. 

Þráðhyggja er verkefni sem snýst um að lengja líftíma úrgangstextíls með endurnýtingu og þróun aðferða sem byggðar eru á þekktu íslensku handverki og klassískum aðferðum. Með verkefninu er vonast til að leggja grunn að hringrásarhagkerfi fyrir úrgangstextíl á Íslandi sem miðar að því að fullnýta förguðum textíl frá hrávöru, þar sem textíllinn er tættur niður í þræði eða trefjar, og endurunninn í nýja afurð. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna og Hönnunarsjóði, unnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Textílmiðstöð Íslands og var aðstaða miðstöðvarinnar könnuð til verðmætasköpunar á úrgangstextíl. Rauði krossinn á Íslandi útvegaði verkefninu textíl úr fatasöfnun Rauða krossins.

       

Ljósmyndir: Sólveig Hansdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir